*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 15. nóvember 2013 17:37

Mun meiri velta með óverðtryggð bréf

Veltan á skuldabréfamarkaði var rúmir 4 milljarðar í dag.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

4,1 milljarða viðskipti voru með skuldabréf í dag. Vísitala Gamma hækkaði um 0,1%. Verðtryggði hlutinn hækkaði lítillega í 1,2 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,2% í 2,9 milljarða viðskiptum.  

Í vikunni var 0,1% lækkun á skuldabréfavísitölunni. Sú verðtryggða lækkaði um 0,14% og óverðtryggða hækkaði um 0,08%. Meðal dagsvelta í vikunni var 3 milljarðar. Þar af var 1,1 milljarður með verðtryggt og 1,9 milljarðar með óverðtryggt.

Vísitala fyrirtækjaskuldabréfa hækkaði lítillega í dag í 54 milljóna viðskiptum og lækkaði um 0,2% í vikunni í 811 milljóna viðskiptum samtals.