Flug til Kaupmannahafnar og Parísar hækkar áberendi næstu vikur miðað við meðalverð síðustu vikna en aftur er ódýrara að fara til Manchester og Boston. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar könnunar Dohop á flugverði á Íslandi næstu vikur.

Fram kemur í könnuninni að það sé um 50 þúsund krónum ódýrara að fljúga með WOWair en Icelandair til Boston, jafnvel þótt Icelandair rukki ekki fyrir töskur eða handfarangur.

Á þeim áfangastöðum á Bretlandseyjum sem easyJet flýgur til frá Íslandi er flugfélagið alltaf ódýrast. Á næstunni er ódýrast að komast til Osló frá Íslandi og er lítill munur á því hvaða flugfélagið er valið.

Við framkvæmd könnunarinnar eru þrjár dagsetningar skoðaðar hverju sinni: sú fyrsta er eftir tvær vikur, önnur eftir fjórar vikur og þriðja eftir átta vikur. Í hverri viku eru allir 7 dagar skoðaðir með vikudvöl í huga og meðaltal hverrar viku er endanlegt verð fyrir það tímabil. Þetta er síðan borið saman við síðustu könnun.

© Aðsend mynd (AÐSEND)