Verð á dýru húsnæði í London hækkaði í nóvember í fyrsta sinn í fimm mánuði. Hækkunin er rakin til aukinnar eftirspurnar vegna skuldavanda evruríkja.

Verð á einbýlishúsum og og íbúðum sem kosta að minnsta kosti eina milljón punda, um 180 milljónir króna,  hækkaði um 0,9% í nóvember frá fyrri mánuði. Bloomberg segir frá í dag.

Bloomberg hefur eftir fasteignasala trú fjársterkra einstaklinga sé sú að kreppan geti ekki bitið á London. Því líti fjárfestar á fasteignir í London sem álitlegan kost til að fjárfesta í nú þegar óvissa meðal evruríkja er mikil.