*

föstudagur, 10. júlí 2020
Innlent 10. maí 2020 17:32

Ætla að fljúga daglega til Íslands

American Airlines stefnir að því að fljúga daglega á milli Keflavíkur og Philadelphia sumarið 2021 á nýjum Airbus A321neo flugvélum.

Ritstjórn
American Airlines hyggst snúa aftur til Íslands á næsta ári.
Aðsend mynd

American Airlines stefnir að því að fljúga daglega á milli Keflavíkur og Philadelphia sumarið 2021 samkvæmt drögum að flugáætlun félagsins að því er Túristi greinir frá. Áætlunarflugið átti að hefjst í sumar en frestast um ár vegna kórónuveirufaraldursins. Flogið verður á Airbus A321neo í stað  Boeing 757-200 eins og til stóð upphaflega. Sætin í Airbus vélunum eru 20 fleiri en gömlu Boeing vélunum.

Túristi bendir á að flugfélagið hafi hafið áætlunarflug til Íslands eftir að bæði Icelandair og Wow hófu beint flug til Dallas sem er höfuðvígi American Airlines. 

Flugvefurinn One Mile at a Time segir að ákvörðun um flugvélina marki viss tímamót hjá American Airlines. Óvenjulegt sé að flugvélar sem séu innréttaðar til innanlandsflugs í Bandaríkjunum líkt og Airbus A321neo séu nýttar í millilandaflug hjá flugfélaginu.