Um þessar mundir hafa efnahagsráðgjafar ríkisstjórnar Þýskalands sem og sérfræðingar þýska seðlabanks lagt til að eftirlaunaaldurinn verði hækkaður úr 65 árum í 67 ára aldri. Hver kona í Þýskalandi eignast nú að meðaltali um 1,3 börn sem er nokkuð undir 1,5 barna meðaltali Evrópusambandsins, en t.a.m. eignast bandarískar konur um 2,1 barn að meðaltali á ári. Þýska þjóðin líkt og flest önnur Evrópuríki eru að eldast, það eru færri starfandi einstaklingar á hvern eftirlífeyrisþega eins og bent er á í Hálffimm fréttum KB banka.

Jafnframt spáir seðlabanki Evrópu að árið 2050 muni einungis vera um 2 starfandi einstaklingar á hvern ellilífeyrisþega að meðaltali í Evrópu en um 1,3 í Þýskalandi.

"Ljóst er að ef leysa á þennan framtíðarvanda þarf í fyrsta lagi að auka innflutning á erlendu vinnuafli. Jafnframt þarf að leysa vinnumarkaðinn úr viðjum hafta og reglugerða sem miða að því að draga úr langtímaatvinnuleysi og auka atvinnuþáttöku. Miðað við óbreytt ástand er ljóst að mikill þrýstingur mun vera á lífeyrissjóðskerfinu þar sem færri starfandi einstaklinga þurfa að sjá fyrir auknum fjölda lífeyrisþega. Jafnframt er fyrirséð að heilbrigðisútgjöld muni margfaldast og skattstofnar dragast saman," segir í Hálffimm fréttum.