„Við höfum kappkostað að þessi breyting verði eins ódýr og mögulegt er. Við endurnýtum allt það markaðsefni sem hægt er og hér er engu hent," segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, sem var kynntyr til leiks fyrr í dag.

„Í mörgum tilvikum límum við einfaldlega yfir gamla nafnið og öll skilti er reynt að endurnýta. Með þessu móti tekst okkur að halda kostnaðinum við nafnabreytinguna í algjöru lágmarki."

Nýtt merki Íslandsbanka hefur einnig verið tekið í notkun og byggir það á eldri merkjum Íslandsbanka og Glitnis. Rauði liturinn heldur sér en formið er bein skírskotun til gamla merkis Íslandsbanka.