*

þriðjudagur, 13. apríl 2021
Erlent 8. desember 2020 09:06

Munu skila af sér um 550 þotum

Það stefnir í að Airbus muni afhenda 550 þotur til eigenda sinna úr verksmiðju. COVID-19 valdið samdrætti í afhendingum.

Ritstjórn

Það stefnir í að flugvélaframleiðandinn Airbus muni í heildina afhenda um 550 nýjar flugvélar til eigenda sinna á þessu ári, að því er Reuters greinir frá.

Afhendingar á vegum Airbus voru rúmlega 60 talsins í nóvember. Þar af voru sjö Airbus A350 breiðþotur og ríflega 50 minni þotur. Afhendingarnar voru aðeins fleiri í október eða 72 í heildina.

Til samanburðar má nefna að Boeing tilkynnti það á dögunum að engin Boeing 787 breiðþota hefði verið afhend í nóvember, en umrædd þota er helsti samkeppnisaðili Boeing A350 þotunnar.

Á tímabilinu janúar til október á þessu ári skilaði Airbus af sér 413 þotum, sem er 36% færri afhendingar en árið áður. Kórónuveirufaraldurinn hefur, líkt og gefur að skilja, verið helsta orsök þess.

Stikkorð: Airbus