Markaðir um allan heim hafa upplifað góða tíma undanfarin ár, sérstaklega íslenski markaðurinn sem hefur styrkst verulega. En frá því í sumar hefur hrikt í stoðum stórra banka og annarra stórfyrirtækja þannig að eftir hefur verið tekið. Northern Rock stóð um tíma mjög illa og margir evrópskir bankar hafa fengið mikil högg á sig.

Kveikjan að látunum voru illa ígrunduð undirmálslán í Bandaríkjunum, en vandamálið nær núna út um allan heim. Hversu mikið hriktir í stoðum íslenska hagkerfisins? Eru fram undan stanslaus veðköll á fyrri óskabörn þjóðarinnar? Eða er um eðlilega kælingu hagkerfisins að ræða? Kannski smásjokk fyrir þá sem eru vanir ofsagróða, að sigla inn í tímabil venjulegra hagsveiflna?

Lesið úttekt helgarútgáfu Viðskiptablaðsins.