Í framtíðarsýninni eru Ivebank sett metnaðarfull markmið. Efnahagsreikningurinn á að fimmfaldast til ársloka 2011. Það er gerð krafa um mikla arðsemi eða 18% arðsemi að lágmarki að meðaltali á ári á þessu tímabili. Algeng arðsemi banka erlendis er 10-15% þannig að markið er ekki sett lágt. Þá er stefnt að því að árið 2011 komi að minnsta kosti helmingur tekna bankans erlendis frá. Einnig eru sett metnaðarfull markmið um hagkvæmni (kostnaðarhlutfall), ánægju viðskiptavina og ánægju starfsfólks.

Af þessu má sjá að stjórnendur bankans þurfa að halda sér við efnið en að mínu mati var langróttækasta ákvörðun sparisjóðanna í þessari nýju framtíðarsýn að opna eignarhaldið, enda felur sú hún í sér grundvallarbreytingu á bankanum.

Lesið viðtal við við Finn Sveinbjörnsson bankastjóra Icebank í helgarblaði Viðskiptablaðsins.