Guðmundur Kristjánsson, oftast kenndur við Brim og hluthafi í Vinnslustöðinni, segir deilur um aðalfund Vinnslustöðvarinnar snúast um grundvallarreglur lýðræðisins.

„Það er ekki hægt að endurtaka kosningar aftur og aftur þar til „rétt“ niðurstaða er fengin. Stundum eru menn sáttir við niðurstöður kosninga og stundum ekki, en kosningar eiga að standa. Ég lít svo á að framin hafi verið kosningasvik á þessum aðalfundi og við munum ekki sæta þessari niðurstöðu. Nú bíðum við ákvörðunar fyrirtækjaskrár um það hver skuli teljast rétt kjörin stjórn félagsins, en ef sú niðurstaða er okkur ekki hugnanleg munum við leita réttar okkar fyrir dómstólum. Það gengur ekki að leyfa mönnum að vaða svona yfir minnihluta í hlutafélagi og grundvallarreglur lýðræðisins.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .