FL Group tapaði háum fjárhæðum á fjórða fjórðungi 2007 vegna erfiðra markaðsaðstæðna og rekstrarkostnaður nær þrefaldaðist á milli ára. FL Group tapaði 63,2 milljörðum króna á fjórða ársfjórðungi, sem er tæpum fjórum milljörðum lakari afkoma en meðalspá greiningardeildanna.

Óskráðar eignir félagsins voru í ljósi markaðsaðstæðna færðar niður um 3,7 milljarða króna á fjórðungnum. Tap fyrir árið í heild nam 67,3 milljörðum króna.

Jón Sigurðsson forstjóri félagsins sagði á kynningarfundi í gær að búið væri að endurfjármagna stærstan hluta af skuldum þess og það sé vel statt til að takast á við yfirstandandi ár. „Ég tel að tekist hafi að stýra félaginu með mjög ásættanlegum hætti frá áramótum,“ sagði Jón Sigurðsson á fundinum, og bætti við: „Við munum skera niður rekstrarkostnað með harðri hendi.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .