Ákveðið hefur verið að auka hámarksmun framsettra kaup- og sölutilboða viðskiptavaka með þrjá flokka íbúðabréfa í Kauphöll Íslands. Er um tímabundna aðgerð að ræða, að því er kemur fram í tilkynningu Íbúðalánasjóðs til Kauphallarinnar.

Agnar Tómas Möller, sjóðsstjóri hjá GAMMA, segir að þessi aukning hámarksmunar sé til marks um þá óvissu sem ríki á markaðnum núna. Ef verð á skuldabréfunum breytist mikið og hratt geti viðskiptavakarnir tapað töluverðu fé og þessi aukning sé til þess miðuð að minnka áhættu þeirra. Í september 2010 var hámarksmunur á kaup- og sölutilboðum einnig aukinn eftir mikla lækkun á skuldabréfamarkaði.