James Murdoch, sonur ástralska fjölmiðlamógúlsins, Rupert Murdochs, sagði sig úr stjórnum útgáfufélaga breskra dagblaða í eigu fyrirtækisins News Corp. í september. Þar á meðal er stjórn dagblaðsins New of the World. Útgáfu blaðsins í júlí þegar upp komst að blaðamenn höfðu hlerað farsíma fólks sem það skrifaði um.

Breska dagblaðið London Evening Standard segir að þótt Murdoch hafi hætt í stjórnunum sé ekki þar með sagt að hann hætti afskiptum af rekstri fjölmiðla undir hatti News Corp.

Útgáfufélög News Corp í Bretlandi gefa meðal annars út Sun, Times og Sunday Times.