News Corp, fjölmiðlarisi sem er stjórnað af Rupert Murdoch hefur ráðist ein umfangsmikla fjárfestingu í internetfyrirtækjum. Fyrirtækið hefur keypt Intermix Media, sem meðal annars á Myspace.com, sem er fimmti stærsta internetgáttin í Bandaríkjunum. Kaupverðið er 580 milljónir dollara - um 38 milljarðar króna.

Murdoch hefur haldið því fram að prentmiðlar hafi ekki brugðist við samkeppninni frá internetinu. Kaupin á Intermix Media endurspegla þá hugndafræði fjölmiðlakóngsins að hefðbundin fjölmiðlafyrirtæki verði að hasla sér völl á internetinu til að tryggja stöðu sína.

Auglýsingatekjur internetfyrirtækja hafa hækkað um 15% það sem af er árinu.