© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)

Fjölmiðlamógúllinn Rupert Murdoch fékk lægri bónusgreiðslu á þessu ári en í fyrra. Sá gamli þarf þó ekki að kvarta en hann fékk 28,9 milljónir dala, sem svarar til rúmra 3,4 milljarða íslenskra króna. Til samanburðar námu greiðslurnar til hans í fyrra vegna uppgjörsins 2011 30 milljónum dala og árið þar á undan 33,3 milljónum dala.

Bónusarnir leggjast ofan á launin, sem nema að jafnaði 8,1 milljón dala á ári eða tæpum milljarði íslenskra króna.

Bandaríska dagblaðið The Los Angeles Times segir um launakjör Murdochs, sem fagnaði 82 ára afmæli í mars síðastliðnum, að bónusinn í ár sé álíka hár og hann greiddi nýverið fyrir fokdýra vínekru við Los Angeles.