Fjölmiðlasamsteypunni News Corporation verður hugsanlega skipt í tvennt, upp í sjónvarps- og afþreyingahluta sem verður aðskilinn frá skipt útgáfuhlutanum. Þetta segir bandaríska dagblaðið The Wall Street Journal. Blaðið er í eigu News Corp. Aðaleigandi fyrirtækisins er forstjórinn Rupert Murdoch og fjölskylda hans með 40% hlut.

Blaðið segir forsvarsmenn News Corporation vísa öllum fullyrðingum í þessa veru á bug.

Gangi þetta eftir mun kvikmyndafyrirtækið 20th Century Fox og Fox-sjónvarpsfréttastöðin fara undir einn hatt en útgáfa á dagblöðum og tímaritum á borð við The Wall Street Journal og vikuritinu Times fara í annað félag ásamt bókaútgáfunni HarperCollins.

News Corporation og stjórnendur fyrirtækisins hafa átt undir högg að sækja síðustu mánuði vegna símahlerunarhneykslis hjá dagblöðunum News of the World og Sun í Bretlandi. Hneykslismálin hafa teygt anga sína inn á skrifstofur forsætisráðherra. Í tengslum við málið var útgáfu News of the World hætt í júlí í fyrra.