Nefnd breska þingsins telur Rupert Murdoch, eiganda News Corp., vanhæfan til þess að eiga og reka stórt alþjóðlegt fyrirtæki. Í nýrri skýrslu segir ennfremur að Murdoch, sem er 81 árs, ætti að sæta ábyrgð vegna ólögmætra símhleranna.

Fjallað er um málið í öllum helstu fjölmiðlum í dag, en skýrsla nefndarinnar þykir afar harðorð. Sex nefndarmenn samþykktu efni skýrslunnar gegn fjórum sem gerðu það ekki. Í henni er fjallað um störf starfsmanna News of the World, sem var í eigu Murdoch, og stóðu fyrir símhlerunum og brutust inn í síma einstaklinga.

Murdoch hefur þegar beðist afsökunar vegna málsins. Hann hefur þó sagt ábyrgðina liggja hjá blaðamönnum News of the World, fyrrum lögfræðingi blaðsins og fyrrum ritstjóra þess.