Pervez Musharraf, fyrrverandi forseti Pakistan, mætti fyrir dóm í Pakistan í dag í fyrsta sinn til að svara til saka fyrir landráð. Hann hefur ekki mætt fyrir rétt áður af öryggisástæðum og vegna heilsubrests. Hann hefur verið á spítala í meiran en mánuð.

Musharraf  er sakaður um að brjóta gegn stjórnarskránni og að ræna völdum með ólöglegum neyðarlögum árið 2007. Hann er fyrsti hershöfðinginn í Pakistan sem fer fyrir rétt í Pakistan og mun sæta dauðarefsingu ef hann verður fundinn sekur.

Það er hægt að lesa meira um málið á vef BBC.