Sprotafyrirtækið MusikMusik hlaut nýlega 9,5 milljóna króna styrk frá Nordplus. Styrkurinn er ætlaður til rannsókna á notkun tónlistarkennsluforritsins Mussikids Academy. Rannsóknin mun fara fram í grunnskólum og tónlistarskólum í Garðabæ og í Tallinn í Eistlandi.

Kannað verður hvort notkun Mussikids Academy hafi áhrif á námsárangur í tónlistarnámi og einnig hvort notkun forritsins í grunnskólum hafi áhrif á námsárangur í öðrum fögum. Söngkonan og píanóleikarinn Margrét Júlíana Sigurðardóttir hefur þróað forritið í samstarfi við ítalska tölvuleikjafyrirtækið Studio Evil og leikjahönnuðinn Marco Bancale.

Forritið, sem ætlað er til notkunar bæði í skólum og heimafyrir, mun koma á markað snemma árs 2015.