Auðæfi Elon Musk hafa minnkað um 37% frá því 4. nóvember í fyrra. Þá námu eignir hans 340,4 milljörðum Bandaríkjadala, 44.932 milljörðum króna, en eru nú 213,9 milljarðar dala eða 28.234 milljarðar króna.

Munurinn eru 126,5 milljarðar dala eða 16.698 milljarðar króna.

Auður Musk byggist að lang mestu á hlutabréfum hans í rafbílaframleiðandanum Tesla. Gengi Tesla fór hæst þann 4. nóvember í 1.229,91 en er nú 650.

Musk á í dag um 17% hlut í Tesla.