Elon Musk telur að stýrivaxtahækkanir bandaríska seðlabankans muni leiða til mikils samdráttar í hagkerfinu vestanhafs.

Í tísti sem birt var í morgun hvatti Musk seðlabankann til að lækka vexti samstundis. Hann telur að vaxtahækkanirnar auki líkurnar á miklum samdrætti.

Stýrivextir standa nú í 3,75-4% og hefur bankinn gefið til kynna að frekari hækkun vaxta sé framundan.