Elon Musk, forstjóri Tesla, er með metnaðarfull markmið um að rafbílaframleiðandinn hefji einnig að framleiða vélmenni. Musk sér fyrir sér að vélmennin, sem hann kallar ýmist Tesla Bot eða Optimus, geti gengið í hin ýmsu störf í verksmiðjum Tesla.

Þau geti jafnframt nýst inni á heimilum fólks og gengið í hin ýmsu heimilisverk á borð við að elda kvöldmat og slá garðinn, sem og að aðstoða aldraða við hinar ýmsu athafnir.

Musk trúir því að vélmennaframleiðslan geti í framtíðinni skilað Tesla meiri tekjum en sala rafbíla skilar. Vonast hann til að vélmennaframleiðslan geti hafist á næsta ári.

Fréttin birtist í Viðskiptablaðinu í dag.