Bandaríski frumkvöðullinn og fjárfestirinn Elon Musk, greindi frá því á Twitter síðu sinni fyrir skömmu að hann hafi komist að munnlegu samkomulagi við stjórnvöld í Bandaríkjunum um að hefja bygginu á Hyperloop neðanjarðarlestinni.

Samkvæmt Musk nær samkomulagið yfir lagningu lestar milli New York, Philadelphia, Baltimore og höfuðborgarinnar Washington. Mun ferðatíminn í lest milli New York til Washinton styttast úr 3 klukkustundum og 20 mínútum niður í 29 mínútur. Lestin á ferðast í göngum þar sem er lofttæmi og á að geta ferðast á 970 km meðalhraða.

Samkvæmt Musk munu framkvæmdir hefjast á sama tíma og framkvæmdir við gerð neðanjarðar lestar í Los Angeles. Fyrstu tilraunaboranir í borg englanna hafa skilað góðum árangri.