*

miðvikudagur, 26. júní 2019
Erlent 8. ágúst 2018 12:25

Musk kynnir áætlun um að taka Tesla af markaði

Musk staðhæfði í tölvupósi til starfsmanna fyrirtækisins að með því að skrá það af markaði myndi Tesla skapa starfsumhverfi sem myndi gera reksturinn betri.

Ritstjórn
Elon Musk, forstjóri Tesla.

Elon Musk, forstjóri Tesla, tilkynnti á Twitter-aðgangi sínum í gær að hann hyggðist skrá fyrirtækið af markaði með samning sem myndi auka virði fyrirtækisins. Þetta kemur fram í frétt Financial Times

Musk staðhæfði í tölvupósti til starfsmanna fyrirtækisins að með því að skrá það af markaði myndi Tesla skapa starfsumhverfi sem myndi gera reksturinn betri. Þá losni fyrirtækið við sveiflur í hlutabréfaverði sem auðveldlega geti truflað starfsmenn við störf sín. 

Samkvæmt Musk getur afskráningin einnig orðið til þess að fyrirtækið geti einbeitt sér að langtímamarkmiðum sínum og komist undan þeirri kvöð að birta ársfjórðungsuppgjör. 

Musk hefur þó ekkert gefið út varðandi það hvenær hann hyggst lát verða af afskráningunni eða hvernig hann muni fjármagna hana. 

Stikkorð: Tesla Elon Musk
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is