Elon Musk lofaði fylgjendum sínum á Twitter að fyrirtækið hans, Tesla sem framleiðir rafmagnsbíla, myndi hanna og framleiða pallbíl á næstu árum að því er kemur fram á BBC . Loforðið kom í kjölfarið á því að Musk óskaði eftir tillögum á Twitter um það hvernig fyrirtækið gæti bætt sig.

Musk sagði að pallbílinn myndi koma á eftir Model Y bílnum, sem hefur ekki enn verið kynntur.

Sérfræðingar benda þó á að ítrekaðar tafir hafa verið á afhendingu bifreiða frá Teslu. Í framhaldinu hafa gagnrýnendur spurt hvort félagið geti mætt skuldbindingum sínum en nýlega kynnti Tesla nýjan vörubíl og nýja útgáfu af sportbíl sínum.

Pallbílar eru afar vinsælir í Bandaríkjunum en sala þriggja stærstu framleiðenda á markaðnum samsvarar 90 milljörðum dala á ári.