Elon Musk, stofnandi og forstjóri Tesla og SpaceX, hefur skorað Vladímír Pútín, forseta Rússlands, á hólm. Þetta gerði hann á samfélagsmiðlinum Twitter fyrr í dag.

Í tístinu leggur Musk til að Úkraína verði undir, en athæfi hans hefur vakið mikla athygli. Hann skrifar nafn Pútíns á rússnesku en Úkraínu á úkraínsku. Hér að neðan má sjá tístið, þar sem hann segir eftirfarandi:

„Hér með skora ég Vladímír Pútín á hólm. Úkraína er undir.“

Musk svarar eigin tísti með spurningu á rússnesku, beint að Pútín. Spurningin er einfaldlega svohljóðandi:

„Ertu tilbúinn að berjast?“