*

mánudagur, 20. september 2021
Innlent 14. maí 2021 18:10

Hópfjármögnun skilar Mussila 100 milljónum

Mussila náði nýverið hópfjármögnunarmarkmiði sínu og gerði stóran samning við Kópavogsbæ.

Snær Snæbjörnsson
Jón Gunnar, framkvæmdastjóri Mussila.
Aðsend mynd

Mussila ehf. hefur náð 600 þúsund evra eða 91 milljóna króna hópfjármögnunarmarkmiði sínu. Frá þessu greinir Jón Gunnar Þórðarsson, framkvæmdastjóri Mussila, í færslu á Linkedin.

Þegar að þetta er skrifað hefur Mussila safnað 676 þúsund evrum eða 102 milljónum í gegnum hópfjármögnumsíðuna Funderbeam, en lágmarksfjárfesting er um 38 þúsund krónur. Félagið var stofnað árið 2015 og sérhæfir sig í stafrænni tónlistarkennslu. Kjarnavara þess er smáforritið Mussila Music School.

Sjá einnig: Jón Gunnar nýr framkvæmdastjóri Mussila

Samkvæmt færslunni er félagið einnig búið að tryggja Msér samning við Kópavog um sölu á þúsund leyfum á Mussila til allra sjö og átta ára barna í Kópavogi. Félagið hefur verið stórktækt upp á síðkastið en fyrirtækið réð einnig fjóra nýja starfsmenn í apríl og gaf nýverið út leik með lögum Daða og Gagnamagnsins.

Stikkorð: Mussila