*

miðvikudagur, 28. júlí 2021
Innlent 16. ágúst 2019 16:04

Mussila verðlaunað í Bandaríkjunum

Stafræni tónlistarskólinn Mussila hlaut á dögunum Parents Choice Awards verðlaunin í Bandaríkjunum, sem besta appið.

Ritstjórn
Tælensk grunnskólabörn prófa sig áfram í stafræna tónlistarskólanum Mussila.
Aðsend mynd

Íslenski stafræni tónlistarskólinn Mussila hlaut á dögunum foreldraverðlaunin (Parents Choice Awards) í Bandaríkjunum sem besta appið. Greinir nýsköpunarfyrirtækið frá þessu í fréttatilkynningu.

The Parents Choice Foundation voru fyrst veitt í Bandaríkjunum árið 1978 af Diönu Huss Green og hafa verið veitt árlega síðan. Dómnefndin er skipuð foreldrum í Bandaríkjunum sem leita eftir besta barnaefninu hverju sinni. Mussila hlaut aðal-verðlaunin í ár, Gull verðlaunin.

Í umsögn dómnefndar sagði Jennifer Wells, sem starfaði áður m.a. í þróunarteymi Lego, að smáforritið efldi þrautseigju hjá börnum. ,, Mussila er afar skilvikrt og börnin læra jafnóðum af mistökum. Í stað þess að þau verði svekkt yfir litlum mistökum eru þau hvött til þess að reyna aftur án þess að þeim sé refsað. Þessi aðferð, meira en nokkuð annað, hjálpar börnum að halda áfram og þau læra mun meira en þig hefði nokkru sinni grunað á fljótan og skilvirkan hátt.“ 

Foreldraverðlaunin í Bandaríkjunum eru þriðju alþjóðlegu verðlaunin sem Mussila hlýtur á einu ári, en í júní verðlaunaði dómnefnd kennara víðsvegar um Evrópu Mussila sem besta smáforritið á Comenius menntaverðlaununum. Í nóvember 2018 hlaut Mussila þýsku námsgagnaverðlaunin, Pedegococal Media Awards, fyrir besta stafræna efnið fyrir börn en þar var dómnefndin skipuð af börnum og unglingum.

,,Það er okkur mikil viðurkenning að hljóta þessi verðlaun. Þau hvetja okkur enn frekar til dáða. Markmið okkar er að gera tónlistarkennslu aðgengilegri fyrir börn um allan heim. Við viljum að tónlistarkennslan höfði til barnanna og að þau hafi gagn og gaman af því að spila leikinn. Við viljum einnig að foreldrar sjái fræðslugildið í leiknum og að kennarar nýti sér Mussila í kennslu. Þessi þrenn verðlaun í Evrópu og Bandaríkjunum sýna okkur að við erum á réttri leið," segir Jón Gunnar Þórðarson, markaðsstjóri Mussila, í fréttatilkynningunni.

Stikkorð: tónlist Mussila