Elmer Funke-Kupper, yfirmaður áströlsku kauphallarinnar, hefur sagt af sér í kjölfar áskana um mútur.

Veðmálaþjónustan Tabcorp, sem áður var í eigu Funke-Kupper, er gefið að sök að hafa greitt fjölskyldu forsætisráðherra Kambódíu, Hun Sen, háar fjárhæðir með það að markmiði að liðka fyrir aukinni markaðshlutdeild fyrirtækisins á sviði netleikja í landinu.

Í kjölfar ásakananna hefur Funke-Kupper einnig tekið sér leyfi frá stjórnarstörfum Tabcorp.

Í viðtalið við fjölmiðla í síðustu viku gaf Funke-Kupper út yfirlýsingu þess efnis hann muni ekki eftir umræddri peningagreiðslu og hann hefði því engan hug á því að segja af sér sem yfirmaður kauphallarinar.

Í nýrri yfirlýsingu frá kauphöllinni kemur fram að hann hafi nú ákveðið að segja af sér með það fyrir augum að yfirstandandi rannsókn á félaginu hafi ekki áhrif á starfsemi kauphallarinnar.