Flugfélagið Mýflug, sem meðal annars starfrækir sjúkraflug hér á landi, hagnaðist um tæplega 39 milljónir króna á síðasta. Hagnaðurinn jókst um næstum sex milljónir króna á milli ára. Þetta má sjá í ársreikningi fyrirtækisins.

Þar kemur fram að rekstrarhagnaður félagsins hafi numið 58,4 milljónum króna á síðasta ári. Hagnaður félagsins fyrir skatta nam 49 milljónum króna.

Eignir Mýflugs í lok ársins námu 360 milljónum króna. Þar af var virði flugvéla og búnaðar flugfélagsins 264 milljónir króna. Skuldir fyrirtækisins námu samtals 211 milljónum króna í árslok, og var eigið fé því 149 milljónir króna.

Leifur Hallgrímsson er stærsti eigandi Mýflugs, en hann á 26,12% í fyrirtækinu. Þá á Birgir Steingrímsson, eða Biggi á Litluströnd, 21,34% hlut.