Ítarlegar rannsóknir hafa staðið yfir á byggingarefnum í húsnæði Íslandsbanka á Kirkjusandi eftir að myglusveppur fannst. Mbl.is greinir frá þessu.

Vefurinn greinir enn fremur frá því að tæplega 300 starfsmenn bankans hafi farið í skimun en um 400 manns starfa í húsnæðinu á Kirkjusandi. Til að bæta loftgæði er unnið að hreinsun loftræstikerfis hússins og þá er vinna við alþrif vinnurýma langt komin. Haldinn hefur verið sérstakur fræðslufundur fyrir starfsfólk vegna málsins.