Bandaríska lyfjafyrirtækið Mylan Laboratories hefur áhuga á að gera kauptilboð í samheitalyfjaeiningu þýska fyrirtækisins, samkvæmt heimildum Reuters-fréttastofunnar.

Actavis var annað fyrirtækið sem lýsti yfir áhuga á að kaupa eininguna, en áður hafði indverska fyrirtækið Ranbaxy greint frá áhuga sínum.

Sérfræðingar búast við mikilli samkeppni um Merck-eininguna en fjárfestingabankinn Bear Stearns hefur verið ráðinn til að hafa umsjón með söluferlinu.

Búist er við kauptilboðum frá alþjóðlegum fjárfestingasjóðum, en einnig er talið líklegt að samheitalyfjarisinn Teva og svissneska fyrirtækið Sandoz muni skoða hugsanleg kaup á félaginu.

Actavis hefur tryggt sér fjármögnun til að styðja við hugsanlega yfirtöku.