Nýjasta mynd Baltasar Kormáks, Adrift varð þriðja vinsælasta bíómyndin í kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum um helgina að því er fram kemur á vefnum Box Office Mojo .

Kemur hún þar strax á eftir stórmyndunum Solo: A Star Wars Story og Deadpool 2 sem skiluðu ríflega 29 og 23 milljónum Bandaríkjadala. Adrift skilaði svo 11,5 milljónum dala, en athygli vekur að kostnaður við hana var um 35 milljónir dala.

Á síðunni segir að framleiðendur fái um 55% af heildartekjum af myndunum svo eitthvað er í að myndin skili hagnaði. Hún er þó mun ódýrari en t.a.m. Deadpool 2, sem kostaði 110 milljónir dala í framleiðslu.