*

föstudagur, 6. ágúst 2021
Innlent 21. maí 2013 18:45

Mynd komin á næstu ríkisstjórn

Sigmundur og Bjarni ræða um skipan ráðherra á morgun.

Ritstjórn
Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktsson í Alþingishúsinu þar sem þeir lágu m.a. yfir gögnum um skattkerfið.
Haraldur Guðjónsson

Búið er að skipa í stöður ráðherra og raða niður á ráðuneytin að stórum hluta í nýrri ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Fram kom í kvöldfréttum fréttastofu Stöðvar 2 að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson verði forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Fréttastofan segist hafa heimildir fyrir því að ráðherrarnir verði tíu og ráðuneytin níu og að utanríkisráðuneytið falli Framsóknarflokknum í skaut.

Fréttastofan segir ennfremur að stjórnarsáttmáli flokkanna, sem taki m.a. á skuldamálum heimilanna, verði kynntur flokksmönnum í kvöld. Sigmundur mun svo funda með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, á Bessastöðum í fyrramálið. Á morgun muni formenn flokkanna jafnframt funda með reyndari þingmönnum og megi búast við að ráðherraembættin verði þá til umræðu. Annað kvöld verða svo haldnir þingflokksfundir þar sem farið verður yfir skipan ráðherranna.