*

þriðjudagur, 23. júlí 2019
Innlent 10. júní 2018 17:40

Mynda meirihluta í Kópavogi

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn í Kópavogi hafa komist að samkomulagi um myndun meirihluta.

Ritstjórn
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogsbæjar.
Haraldur Guðjónsson

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn í Kópavogi hafa komist að samkomulagi um myndun meirihluta fyrir komandi kjörtímabil. Ármann Kr. Ólafsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, verður áfram bæjarstjóri og Birkir Jón Jónsson formaður bæjarráðs.

Mikil óeining var meðal Sjálfstæðismanna um hvort hefja ætti viðræður við BF Viðreisn eða Framsóknarflokkinn eftir sveitarstjórnarkosningar. Nú liggur hins vegar fyrir að málefnasamningur Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins verður kynntur fyrir fulltrúaráðum flokkanna annað kvöld.