Það hefur sjálfsagt ekki farið framhjá mörgum að landsfundur Samfylkingarinnar fer fram um helgina. Ný forysta var kjörinn á fundinum í dag þegar Árni Páll Árnason og Katrín Júlíusdóttir voru kjörinn formaður og varaformaður flokksins.

Alls greiddu 5.621 atkvæði í formannskosningunum sem lauk á mánudaginn síðasta. Úrslitin voru kunngjörð í morgun. Árni Páll hlaut 3.474 atkvæði eða um 62% atkvæða, en Guðbjartur Hanesson, velferðarráðherra, 2.115 atkvæði eða um 38%.

Í varaformannskjöri, sem fram fór á milli kl. 15 og 16 í dag, greiddu 524 landsfundarfulltrúar atkvæði. Þar af hlaut Katrín 308 atkvæði eða 59%, en mótframbjóðandi hennar, Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar og fv. ráðherra hlaut 214 atkvæði eða 41%.

Viðskiptablaðið fylgdist vel með gangi mála á landsfundinum í dag. Hér á vef blaðsins birtust sjónvarpsviðtöl við nýkjörinn formann auk þess sem fjallað var um niðurstöður kosninganna og fjallað um stöðu mála fyrir varaformannskjörið.

Hér fyrir neðan má sjá myndir af fundinum sem Haraldur Guðjónsson, ljósmyndari og myndatökumaður Viðskiptablaðsins tók í dag.

Landsfundur Samfylkingarinnar febrúar 2013
Landsfundur Samfylkingarinnar febrúar 2013
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Frá pallborðsumræðum um Evrópumál í morgun.

Landsfundur Samfylkingarinnar febrúar 2013
Landsfundur Samfylkingarinnar febrúar 2013
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Baldur Þórhallsson, varaþingmaður Samfylkingarinnar og prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, heilsar hér upp á Árna Pál og Sigrúnu Eyjólfsdóttur.

Landsfundur Samfylkingarinnar febrúar 2013
Landsfundur Samfylkingarinnar febrúar 2013
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Anna Margrét Guðjónsdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, stýrði fundi í morgun. Hér sést þegar hún býður formann kjörstjórnar á svið til að tilkynna um úrslit í formannskjöri.

Landsfundur Samfylkingarinnar febrúar 2013
Landsfundur Samfylkingarinnar febrúar 2013
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra, bauð sig einnig fram í formannskjöri Samfylkingarinnar. Hér bíður hann eftir niðurstöðu kosninganna ásamt eiginkonu sinni, Sigrúnu Ásmundsdóttur, og kosningastjóra sínum, Bryndísi Ísfold Hlöðversdóttur.

Landsfundur Samfylkingarinnar febrúar 2013
Landsfundur Samfylkingarinnar febrúar 2013
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Árni Páll hlýðir hér á úrslit í formannskjörinu. Mikil spenna var í Vodafonehöllinni þar sem landsfundurinn var haldinn þegar úrslitin voru tilkynnt um kl. 11.30 í morgun.

Landsfundur Samfylkingarinnar febrúar 2013
Landsfundur Samfylkingarinnar febrúar 2013
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Hér er búið að tilkynna að Árni Páll hafi borið sigur úr býtum og ánægjan leynir sér ekki.

Landsfundur Samfylkingarinnar febrúar 2013
Landsfundur Samfylkingarinnar febrúar 2013
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Það fyrsta sem Árni Páll gerði var að snúa sér að sambýliskonu sinni til margra ára, Sigrúnu Eyjólfsdóttur, sem smellti kossi á mann sinn og nýkjörinn formann.

Landsfundur Samfylkingarinnar febrúar 2013
Landsfundur Samfylkingarinnar febrúar 2013
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Eins og venja er risu landsfulltrúarfulltrúar úr sætum og klöppuðu fyrir nýjum formanni þegar hann lagði leið sína upp á svið. Hér til vinstri á síðunni má sjá Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, forseta Alþingis og fv. ráðherra, sem mun að öllu óbreyttu hætta afskiptum af stjórnmálum í vor.

Landsfundur Samfylkingarinnar febrúar 2013
Landsfundur Samfylkingarinnar febrúar 2013
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Árni Páll hefur setið á þingi frá árinu 2007 sem þingmaður suðvesturkjördæmis. Hann var félags- og tryggingamálaráðherra 2009-10 og efnahags- og viðskiptaráðherra frá 2010 til ársloka 2011. Hér fyrir aftan Árna Pál má sjá Dag B. Eggertsson, formann borgarráðs og fráfarandi varaformann, og Oddnýju G. Harðardóttur, sem átti eftir að verða undir í varaformannskjöri síðar um daginn. Bæði höfðu þau lýst yfir stuðning við Guðbjart Hannesson í formannskjörinu. Til upprifjunar má taka fram að Dagur sigraði Árna Pál í varaformannskjöri á landsfundi Samfylkingarinnar árið 2009.

Landsfundur Samfylkingarinnar febrúar 2013
Landsfundur Samfylkingarinnar febrúar 2013
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Á þessari skemmtilegu mynd fallast þau Árni Páll og Jóhanna Sigurðardóttir, fráfarandi formaður, í faðma eftir að hún hafði afhent honum veglegan blómvönd. Enginn veit hvað fór þeirra á milli bakvið blómvöndinn en það má öllum vera ljóst að Árni Páll tilheyrir ekki hinum svokallaða Jóhönnu-armi Samfylkingarinnar og því má segja að sigur Árna Páls sé um leið ósigur helstu stuðningsmanna Jóhönnu í flokknum.

Landsfundur Samfylkingarinnar febrúar 2013
Landsfundur Samfylkingarinnar febrúar 2013
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Landsfundarfulltrúar klöppuðu vel og lengi fyrir nýkörum formanni og fráfarandi formanni. Eins og Viðskiptablaðið fjallaði þó um á vef sínum í dag dró Árni Páll nokkuð skýra línu í sandinn á milli þeirra í þakkarræðu sinni.

Landsfundur Samfylkingarinnar febrúar 2013
Landsfundur Samfylkingarinnar febrúar 2013
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Hér heilsast þeir mótframbjóðendur Árni Páll og Guðbjartur eftir að úrslit voru kunngjörð.

Landsfundur Samfylkingarinnar febrúar 2013
Landsfundur Samfylkingarinnar febrúar 2013
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Áður en Árni Páll flutti þakkarræðu sína ávarpaði Guðbjartur fundinn. Hann bar mikið lof á Árna Pál, hét honum allan sinn stuðning og hvatti flokksmenn alla til að fylkja sér á bakvið nýjan formann. Í þakkarræðu sinni bar Árni Páll einnig mikið lof á Guðbjart og sagði kosningabaráttuna hafa verði málaefnalega og drengilega.

Landsfundur Samfylkingarinnar febrúar 2013
Landsfundur Samfylkingarinnar febrúar 2013
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Hér má segja að um táknræna mynd sé að ræða. Fráfarandi formaður gengur af sviði og hinn nýkjörni formaður gengur að ræðupúltinu til að halda þakkarræðu sína. Hér eru einnig að eiga sér stað algjör kynslóðaskipti í forystu flokksins. Þau kynslóðaskipti eru að mörgu leyti í takt við ummæli Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra, sem sagði í ítarlegu viðtali við áramótatímarit Viðskiptablaðsins í desember 2011 að hann teldi að Samfylkingin þyrfti að endurnýja bæði forystu sína og hugmyndafræði fyrir næstu kosningar og tefla fram „ungum en reyndum leiðtoga“ eins og hann orðaði það.

Landsfundur Samfylkingarinnar febrúar 2013
Landsfundur Samfylkingarinnar febrúar 2013
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Hinn nýkjörni formaður faðmar hér foreldra sína, Sr. Árna Pálsson og Rósu Björk Þorbjarnardóttur.

Landsfundur Samfylkingarinnar febrúar 2013
Landsfundur Samfylkingarinnar febrúar 2013
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Hér sjást þau saman Árni Páll og Katrín Júlíusdóttir, sem síðar um daginn átti eftir að verða kjörinn varaformaður. Þau tókust á í prófkjör í nóvember sl. þar sem Árni Páll bar sigur úr býtum en þau skipa nú fyrstu tvö sætin á framboðslista Samfylkingarinnar í suðvesturkjördæmi.

Landsfundur Samfylkingarinnar janúar 2013
Landsfundur Samfylkingarinnar janúar 2013
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Þessi mynd fylgir með hér í lokin. Þegar landsfundarfulltrúar mættu á fundinn í morgun höfðu stuðningsmenn Oddnýjar G. Harðardóttur dreift kaffipokum frá Kaffitár á fundarboð út um allan sal auk þess sem þeir gengu á milli manna og hvött fólk til þess að kjósa Oddnýju. Það dugði þó ekki til.