*

miðvikudagur, 29. janúar 2020
Innlent 19. apríl 2018 11:02

Myndasíða: Ársfundur atvinnulífsins 2018

Á ársfundi Samtaka atvinnulífsins var vísaði í aldarafmæli fullveldisins og farið yfir söguna með ýmsum hætti.

Ritstjórn
Fjölmenni mætti á ársfund SA í Hörpu á mánudag
Aðsend mynd

Samtök atvinnulífsins héldu á mánudag ársfund sinn undir yfirskriftinni Framfarir í hundrað ár, sem er vísun í aldarafmæli fullveldisins.

Á fundinum sem haldinn var Hörpu héldu þau Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður samtakanna, og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tölu, en auk þess ávarpaði dr. Eamonn Butler framkvæmdastjóri Adam Smith stofunarinnar í London fundinn.

Halldór Benjamín Þorbergsson stýrði fundinum en þar var boðið upp á svokallað tímaflakk um söguna, þar sem fjallað var um það sem hefur áunnist á hundrað árum og framtíðina.

Þáttakendur í tímaflakkinu voru þau Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, Ásthildur Otharsdóttir, stjórnarformaður Marel, Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, Orri Hauksson, forstjóri Símaans, Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar og Anna Svava Knútsdóttir, eigandi ísbúðarinnar Valdís ásamt Stefáni Pálssyni sagnfræðingi.

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA og fundarstjóri á ársfundi samtakanna, og Eyjólfur Árni Rafnsson,
formaður samtakanna, takast í hendur.

Eyjólfur Árni Rafnsson var á ársfundinum endurkjörinn formaður með 97% greiddra atkvæða.

Vel var mætt á ársfundinn og enn fleiri fylgdust með fundinum í beinni útsendingu á vefnum, en á heimasíðu samtakanna er mögulegt að horfa á upptöku af fundinum.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpaði ársfund atvinnulífsins, ræddi stóru málin og áskoranir sem blasa við á
vinnumarkaðnum.

Stefán Pálsson sagnfræðingur og Halldór Benjamín Þorbergsson stýrðu tímaflakki þar sem hópur stjórnenda fór í skemmtilegt ferðalag um söguna, það sem hefur áunnist frá því að íslenska þjóðin varð fullvalda, sem og framtíðina.

Vilhjálmur Vilhjálmsson forstjóri HB Granda fjallaði um framþróun í sjávarútvegi síðustu hundrað árin, umfangsmiklar fjárfestingar í greininni nýverið en ekki síst árin sín og forvera sinna á sjónum. Vistin um borð í Röðli var honum eftirminnileg og sagði hann aðstæður sjómanna í dag gjörbreyttar til hins betra.

Orri Hauksson, forstjóri Símans, mætti á svið með farsíma Ómars Ragnarssonar sem var framleiddur árið 1987. Níðþungur síminn þótti framúrstefnulegur á sínum tíma en snjallsímar í dag eru margfalt öflugri. Það þyrfti milljón síma á borð við gamla síma Ómars til að geyma svipað gagnamagn og snjallsímar nútímans.

Forystumenn ríkisstjórnarinnar fylgdust með umræðum á fundinum.

Anna Svava Knútsdóttir eigandi ísbúðarinnar Valdísar og grínisti sagði frá ævintýrinu á bak við Valdís, fimm ára afmælinu og nýju búðinni sem opnar innan skamms á Frakkastíg.

Skotinn Dr. Eamonn Butler, framkvæmdastjóri Adam Smith stofnunarinnar í London, ræddi mikilvægi frjálsra viðskipta, einkaframtaksins, skatta og hlutverk ríkisins.

Einnig var leikið á létta strengi í Hörpu meðan á ársfundinum stóð.

Ragna Árnadóttir aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar var meðal þeirra sem tóku þátt í tímaflakkinu um söguna.

Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar tók einnig þátt í tímaflakkinu.

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, sagði stutta sögu af afa sínum og alnafna. Hann fæddist árið 1908 og lést langt fyrir aldur fram á 62. aldursári. Halldór Benjamín eldri stundaði sjó frá sextán ára aldri. Sjómennskan var hans ævistarf; hann var bæði háseti og netamaður á togurum í rúma þrjá áratugi, þ. á m. öll stríðsárin. Lengst af á togurum útgerðarfyrirtækisins Alliance, m.a. Baldri og Jóni forseta.