Landsbankinn stóð fyrir opinni ráðstefnu um málefni ferðaþjónustu á Íslandi í gær í Silfurbergi Hörpu. Á fundinum flutti Dr. Daníel Svavarsson, forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans erindi sem bar heitið; Vatnaskil eða vaxtarverkir? Einnig hélt Gústaf Steingrímsson, hagfræðingur hjá Landsbankanum tölu. Ársæll Harðarson, forstöðumaður hjá Icelandair og formaður stjórnar Íslensk-kínverska viðskiptaráðsins talaði um þróun og tækifæri ferðaþjónustunnar á Asíumarkaði og einni ræddi Anita Mendiratta sérfræðingur í ferðaþjónustu og sérstakur ráðgjafi aðalritara Ferðamálastofnunar Sameinuðu þjóðanna um Framtíð ferðaþjónustu á Íslandi. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast hér.

Einnig fóru fram fjörlegar pallborðsumræður, en í þeim tóku þátt: Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, Elín Árnadótttir aðstoðarforstjóri Isavia, og Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow air.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)