Málþing um hugverkarétt jarðvarmageirans á Íslandi var haldið nýlega í Arion banka, en því var ætlað að vekja aðila jarðvarma- og orkugeirans til umhugsunar um mikilvægi þekkingar og hugvits sem og verndun hugverka fyrir samkeppnishæfni geirans.

Þeir sem koma með beinum hætti að undirbúningi og framkvæmd málþingsins eru atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Einkaleyfastofan, Samorka, Íslenski jarðvarmaklasinn og Árnason Faktor. Efnistök málþingsins byggðu m.a. á þremur skýrslum sem kortleggja einkaleyfi og samkeppnishæfni íslensks jarðvarma en fundarstjóri var Dr. Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands hélt opnunarávarp, en Borghildur Erlingsdóttir, forstjóri Einkaleyfastofunnar og Gunnar Örn Harðarson, framkvæmdastjóri Árnason Faktor fóru yfir stöðu og þróun hugverkaréttinda á sviði jarðvarmaþróunar.

Samkeppnishæfni jarðvarmageirans - hvað er það sem vantar? var yfirskrift ávarps Gunnars Haraldsson, hagfræðings og stofnanda Intellecon. Fjárfest í þekkingu - drifkraftur framfara á nýrri öld, var svo yfirskrift ávarps Ragnheiðar H. Magnúsdóttir, viðskiptastjóra hjá Marel.

Jeff Skinner framkvæmdastjóri Stofnunar um nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi hjá London Business School ræðir svo um hvernig eigi að örfa flæði hugmynda úr vísindaheiminum.

Í pallborðsumræðum tóku þátt þau:

  • Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku
  • Bjarni Pálsson, forstöðumaður jarðvarma hjá Landsvirkjun
  • Einar Mäntylä, framkvæmdastjóri Auðnu tækniveitu
  • Helga Valfells, Crowberry Capital
  • Ragnheiður H. Magnúsdóttir, viðskiptastjóri hjá Marel

Loks hélt Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins lokaávarp og sleit málþinginu sem haldið var á föstudaginn mikklu klukkan 13:00 til 16:00.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Stefanía G. Halldórsdóttir frá Einkaleyfastofu.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Ragnheiður Elín Árnadóttir

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)