Forsvarsmenn Icelandic Group ehf. hafa afhent vörumerkin Icelandic og Icelandic Seafood íslensku þjóðinni til eignar. Tók Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, ásamt Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra og Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra við gjöfinni við hátíðlega athöfn í Safnahúsinu við Hverfisgötu.

Vörumerkin eru í eigu Icelandic Trademark Holding ehf. sem heldur utan um skráningu, vernd og notkun vörumerkjanna og tryggir að þau séu nýtt í tengslum við sölu og markaðssetningu íslenskra afurða og þjónustu. Markmiðið er að vörumerkin nýtist sem best í þágu íslensks atvinnulífs á breiðum grundvelli til framtíðar.

Starfsemi Icelandic Group lokið með afhendingu Icelandic Trademark Holding

Icelandic Trademark Holding (ITH), sem heldur utan um Icelandic vörumerkin og rekstur þeirra er nánast eina eign Icelandic Group ehf. Með því að afhenda Ríkissjóði Íslands alla hluti í ITH er lokið eiginlegri starfsemi Icelandic Group ehf.

Nú er horft til þess að íslensk fyrirtæki hafa möguleika á samstarfi við ITH sem miði að því að kynna vöru eða þjónustu undir merkjum Icelandic sem styrkt geti frekar ímynd íslenskra afurða og þjónustu af háum gæðum með sjálfbærni að leiðarljósi.

Í dag er ITH með nytjaleyfissamninga við Solo Seafood, eiganda Ibérica á Spáni, High Liner Foods í Kanada og íslenska fyrirtækið Margildi ehf.  Margildi mun hefja kynningarstarf á nýrri vöru undir merkjum Icelandic í Bandaríkjunum á næstu misserum.

Heildarhagnaður Framtakssjóðsins 47 milljarðar

Framtakssjóður Íslands ehf. (FSÍ), móðurfélag Icelandic Group ehf. hefur fyrir stuttu lokið sinni starfsemi. Framtakssjóðurinn fjárfesti í 9 fyrirtækjum á þeim árum sem hann var starfræktur og heildarhagnaður hluthafa af starfsemi sjóðsins um 47 milljarðar króna og var árleg innri ávöxtun sjóðsins um 22,6%.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ávarpaði gesti í Safnahúsinu og sagði að gjöf Icelandic Group væri rausnarleg og að í vörumerkinu fælust gríðarleg verðmæti. „Það er mikilvægt að hlúa að þessu vörumerki áfram, efla og styrkja jákvæða ímynd íslenskra afurða, hvort heldur sem er í formi vöru, þjónustu eða íslenskrar menningar,“ sagði forsætisráðherra

„Það er mjög ánægjulegt að afhenda íslensku þjóðinni þessi dýrmætu vörumerki á aldarafmæli fullveldisins,“ sagði Herdís Fjeldsted, fráfarandi framkvæmdastjóri Framtakssjóðsins og formaður stjórnar Icelandic Group, við athöfnina í Safnahúsinu í dag.

„Íslensk fyrirtæki munu þannig geta tengt sig við uppruna sinn og notið góðs af jákvæðri ímynd landsins. Þannig mun Icelandic þjóna þeim tilgangi að auka útflutningsverðmæti og þar með treysta efnahagslegar undirstöður samfélagsins til lengri tíma litið.“

Sara Lind Þrúðardóttir framkvæmdastjóri ITH kom inn á það í erindi sínu í Safnahúsinu að það fælist mikil tækifæri í því fyrir íslenskt atvinnulíf að fylkjast undir merkjum Icelandic í kynningar- og markaðsstarfi á erlendri grundu enda ímynd Íslands tengt hreinleika og einstakri fegurð. Þorkell Sigurlaugsson stjórnarformaður FSÍ sagðist vonast eftir því að vörumerkin fengju að dafna íslensku þjóðinni til heilla.

Skrifað undir samkomulag um afhendingu Icelandic vörumerkisins.
Skrifað undir samkomulag um afhendingu Icelandic vörumerkisins.
© BIG (VB MYND/BIG)

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tekur við vörumerkinu fyrir hönd íslensku þjóðarinnar.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tekur við vörumerkinu fyrir hönd íslensku þjóðarinnar.
© BIG (VB MYND/BIG)

Afhending Icelandic vörumerkisins 1
Afhending Icelandic vörumerkisins 1
© BIG (VB MYND/BIG)

Afhending Icelandic vörumerkisins 2
Afhending Icelandic vörumerkisins 2
© BIG (VB MYND/BIG)

Afhending Icelandic 3
Afhending Icelandic 3
© BIG (VB MYND/BIG)

Afhending Icelandic vörumerkisins 4
Afhending Icelandic vörumerkisins 4
© BIG (VB MYND/BIG)

Afhending Icelandic vörumerkisins 5
Afhending Icelandic vörumerkisins 5
© BIG (VB MYND/BIG)

Afhending Icelandic vörumerkisins 6
Afhending Icelandic vörumerkisins 6
© BIG (VB MYND/BIG)

Afhending Icelandic vörumerkisins 7
Afhending Icelandic vörumerkisins 7
© BIG (VB MYND/BIG)

Afhending Icelandic vörumerkisins 8
Afhending Icelandic vörumerkisins 8
© BIG (VB MYND/BIG)

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra við afhendingu Icelandic vörumerkisins
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra við afhendingu Icelandic vörumerkisins
© BIG (VB MYND/BIG)

Afhending Icelandic vörumerkisins 9
Afhending Icelandic vörumerkisins 9
© BIG (VB MYND/BIG)