Aðalfundur Lögmannafélags Íslands (LMFÍ) fór fram nýverið. Fundurinn var vel sóttur enda fór þar fram formannskjör og var Jónas Þór Guðmundsson kjörinn formaður.

Hann sigraði Evu Bryndísi Helgadóttur örugglega í kjörinu og tekur við embætti af Brynjari Níelssyni. Jónas Þór var áður varaformaður félagsins en nánar er fjallað um hann hér aftar í blaðinu.

Brynjar fagnaði því að svo margir hefðu sótt fundinn sem raun bar vitni. Hann sagðist þó ímynda sér að menn væru ekki að fjölmenna þarna til að hlusta á skýrslu fráfarandi stjórnar, heldur af öðrum ástæðum.

Þórarinn V. Þórarinsson, hrl., Andri Árnason, hrl. og Árni Helgason, hdl., á aðalfundi lögmannafélagsins í maí 2012.
Þórarinn V. Þórarinsson, hrl., Andri Árnason, hrl. og Árni Helgason, hdl., á aðalfundi lögmannafélagsins í maí 2012.
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Þórarinn V. Þórarinsson hrl., Andri Árnason hrl. og Árni Helgason hdl. fylgjast með aðalfundarstörfum.

Eva Bryndís Helgadóttir, hrl. og Jónas Þór Guðmundsson, hrl., á aðalfundir Lögmannafélagsins í maí 2012.
Eva Bryndís Helgadóttir, hrl. og Jónas Þór Guðmundsson, hrl., á aðalfundir Lögmannafélagsins í maí 2012.
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Það fór vel á með keppinautunum Evu Bryndísi Helgadóttur hrl. og Jónasi Þór Guðmundssyni hrl. fyrir fundinn.

Jónas Þór Guðmundsson, hrl. og Ragnar Aðalsteinsson, hrl. á aðalfundi Lögmannafélagsins í maí 2012.
Jónas Þór Guðmundsson, hrl. og Ragnar Aðalsteinsson, hrl. á aðalfundi Lögmannafélagsins í maí 2012.
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Jónas Þór og Ragnar Aðalsteinsson hrl. ræðast við fyrir aðalfundinn.

Sveinn Andri Sveinsson, hrl. og Valtýr Sigurðsson, fyrrv. ríkissaksóknari, á aðalfundi Lögmannafélagsins í maí 2012.
Sveinn Andri Sveinsson, hrl. og Valtýr Sigurðsson, fyrrv. ríkissaksóknari, á aðalfundi Lögmannafélagsins í maí 2012.
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Sveinn Andri Sveinsson hrl. og Valtýr Sigurðsson, fyrrv. ríkissaksóknari, sátu hlið við hlið á fundinum. Þeir hafa oftar en
ekki setið gegnt hvor öðrum í réttarsal enda hefur Sveinn Andri tekið að sér að verja hina ýmsu sakborninga.

Helga Vala Helgadóttir, hdl. á aðalfundi Lögmannafélagsins í maí 2012.
Helga Vala Helgadóttir, hdl. á aðalfundi Lögmannafélagsins í maí 2012.
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Helga Vala Helgadóttir, hdl. og fyrrverandi varaþingmaður Samfylkingarinnar, sést hér á spjalli. Hún lenti nýlega upp á kant við Brynjar Níelsson, fráfarandi formann félagsins.

Brynjar Níelsson, hrl. og fráfarandi formaður Lögmannafélagsins, greiðir atkvæði í formannskosninu á aðalfundi félagsins í maí 2012.
Brynjar Níelsson, hrl. og fráfarandi formaður Lögmannafélagsins, greiðir atkvæði í formannskosninu á aðalfundi félagsins í maí 2012.
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Brynjar Níelsson, hrl. og fráfarandi formaður LMF Í, greiðir atkvæði í formannskjöri.

Talsmaður neytenda, Gísli Tryggvason, greiðir atkvæði í formannskosningu á aðalfundi Lögmannafélagsins í maí 2012.
Talsmaður neytenda, Gísli Tryggvason, greiðir atkvæði í formannskosningu á aðalfundi Lögmannafélagsins í maí 2012.
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Talsmaður neytenda, Gísli Tryggvason, greiðir atkvæði í formannskjöri.