Fyrsti fyrirlesturinn í nýrri fyrirlestraröð hjá Háskóla Íslands um það hvernig fyrirtæki verða til var haldinn á þriðjudaginn. Í fyrirlestrinum, sem bar heitið Sköpunarsaga Marel - Úr háskólaverkefni í forystu á alþjóðamarkaði, fjölluðu þau Rögnvaldur Ólafsson, dósent við Háskóla Íslands og einn upphafsmanna fyrirtækisins, Gylfi Aðalsteinsson, fyrsti framkvæmdastjóri Marel, Kristinn Andersen, verkfræðingur og rannsóknarstjóri hjá Marel, og Hrund Rudolfsdóttir, framkvæmdastjóri starfsþróunar hjá Marel, um upphafsár fyrirtækisins, þróun þess og þann lærdóm sem draga má af sögu fyrirtækisins.

MAREL fyrirlestur í HÍ
MAREL fyrirlestur í HÍ
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, fylgdist með af athygli.

MAREL fyrirlestur í HÍ
MAREL fyrirlestur í HÍ
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Sigurpáll Jónsson hjá Marel og Þórólfur Árnason, stjórnarformaður Isavia, skemmtu sér vel á fundinum.

MAREL fyrirlestur í HÍ
MAREL fyrirlestur í HÍ
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Kristín Ingólfsdóttir, rektor HÍ, Einar Sigurðsson, forstjóri MS og eiginmaður Kristínar, og Kristinn Andersen, rannsóknarstjóri hjá Marel, sátu á fremsta bekk.