*

sunnudagur, 9. ágúst 2020
Innlent 9. mars 2018 17:17

Myndasíða: Opnun sýningar Verk og vit

Stórsýning húsaframleiðenda, verkfræðistofna og annarra sem koma að skipulags og byggingarmálum er um helgina.

Ritstjórn

Stórsýningin Verk og vit 2018 opnaði í gær milli 17 og 21 sýningarhúsnæði sitt í Laugardalshöll og var ljósmyndari Viðskiptablaðsins mættur á staðinn. 

Á sýningunni kynna um 120 sýnendur, fyrirtæki og stofnanir vörur sínar og þjónustu. Sem dæmi um sýnendur má nefna húsaframleiðendur, verkfræðistofur, menntastofnanir, innflytjendur, fjármálafyrirtæki, tækjaleigur, bílaumboð, steypustöðvar, hugbúnaðarfyrirtæki og starfsmannaleigur.

Sýningin er áfram opin fyrir fagaðila í dag til klukkan 19:00, en svo er hún opin öllum á morgum milli 11 og 17 og aftur á sunnudag frá 12 til 17.

Verk og vit er nú haldin í fjórða sinn dagana 8.–11. mars 2018 í Laugardalshöll.

Aðsóknarmet var slegið á síðustu sýningu árið 2016. Þá sóttu um 23.000 gestir sýninguna, þar sem um 100 fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög kynntu vörur sínar og þjónustu. 

Framkvæmdaaðili sýningarinnar er AP almannatengsl en samstarfsaðilar eru atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Reykjavíkurborg, Samtök iðnaðarins, BYKO og Landsbankinn.