Hinn árlegi SFF-dagur, Samtaka fjármálafyrirtækja var haldinn í dag. Í þetta sinn var ráðstefnan helguð fjártækni, eða fjármálatækni eins og sumir vilja kalla hana, sem á engilsaxnesku er kölluð fintech, sem og tryggingatækni, sem á ensku er kölluð insurtech.

Aðalræðumaður dagsins var Chris Skinner sem er höfundur bókanna Digital Banking og Value Web, en hann er heimsþekktur fyrirlesari og vinsæll álitsgjafi um áhrif stafrænnar tækni á framþróun fjármálageirans. Erindi hans snerist um það hvernig fyrirtæki geti aflað sér og haldið í stafræna viðskiptavini.

Birna Einarsdóttir formaður stjórnar Samtaka fjármálafyrirtækja, og bankastjóri Íslandsbanka setti ráðstefnuna, en auk Chris hélt Sesselja Vilhjálmsdóttir framkvæmdastjóri Tagplay erindi um væntingar starfrænu kynslóðarinnar. Katrín Júlíusdóttir framkvæmdastjóri SFF stýrði fundinum sem og fyrirspurnum fundarmanna til Chris Skinner sem haldnar voru að erindi hans loknu.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins var meðal gesta.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Stefán Þór Helgason ráðgjafi í nýsköpunarmálum hjá KPMG var einnig meðal gesta.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Einar Gunnar Guðmundsson hafði áhuga á erindi Chris Skinner.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Már Guðmundsson Seðlabankastjóri hlustaði á fyrirlestrana á SFF deginum.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)