Sænski sagnfræðingurinn og sjónvarpsmaðurinn Johan Norberg hélt fyrirlestur í Öskju, náttúruvísindahúsi Háskóla Íslands, á mánudaginn. Í erindi sínu fór Norberg yfir efni bókar sinnar, Framfarir: Tíu ástæður til að taka framtíðinni fagnandi.

Norberg telur að stóru fréttirnar séu ekki alltaf sagðar, að fátækt sé að minnka, lífslíkur að aukast, heilsufar að batna, stríðum að fækka, ofbeldi að hörfa og að hópar, sem hafa átt undir högg að sækja, njóta sín betur. Bók Norbergs, sem gefin er út af Almenna bókafélaginu, er nú komin út í íslenskri þýðingu Elínar Guðmundsdóttur.

Fundurinn í Öskju var haldinn af Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála í Háskóla Íslands í samstarfi við Almenna bókafélagið. Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur var fundarstjóri og Þorbjörn Þórðarson fréttamaður flutti erindi á fundinum.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Þorbjörn Þórðarson fréttamaður á Stöð 2 kom einnig með framsögu á fundinum þar sem hann spurði rithöfundinn ítarlega út í forsendur bókarinnar.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Eydís Árelía Guðmundsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, var meðal áheyrenda.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Sigurður Már Jónsson, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Frosti Logason, stjórnandi útvarpsþáttarins Harmageddon.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Eyþór Arnalds, framkvæmdastjóri og fyrrverandi oddviti í Árborg.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Jónmundur Guðmarsson, framkvæmdastjóri sölu- og viðskiptaþróunar hjá Gamma og fyrrverandi bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Góður hópur frá Gamma Capital Management mætti á fundinn.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, lét sig ekki vanta.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Í lok fundarins svaraði rithöfundurinn Johan Norberg spurningum, hvort tveggja frá Þorbirni sem og áheyrendum í sal.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Loks gátu fundargestir keypt eintak af bók Johan Norberg, Framfarir: Tíu ástæður til að taka framtíðinni fagnandi í íslenskri útgáfu Almenna bókafélagsins, sem höfundurinn áritaði.