Serhiy Bochkovsky, yfirmaður þjóðaröryggismála Úkraínu, var handtekinn ásamt undirmanni sínum á ríkisstjórnarfundi núna í morgun. BBC News greinir frá þessu.

Mennirnir eru grunaðir um aðild að spillingu á hæsta stigi stjórnsýslunnar þar í landi. Handtökurnar áttu sér stað aðeins nokkrum klukkutímum eftir að forseti landsins rak milljarðamæringinn Ihor Kolomoisky úr embætti ríkisstjóra.

Arseny Yatseniuk, forsætisráðherra landsins, sagði að nú þegar ríkið ætti í stríði teldi fólk hvern einasta aur sem það ætti. Í slíkum aðstæðum ættu sumir það til að stela frá fólkinu og ríkinu. „Þetta mun koma fyrir alla þá sem brjóta lögin og gera lítið úr úkraínska ríkinu,“ sagði forsætisráðherrann.

Handtökurnar voru sýndar í beinni útsendingu, en þær má sjá í myndbandinu hér að neðan: