Icelandair Group undirritaði í dag viljayfirlýsingu við bandaríska flugvélaframleiðandann Boeing um kaup á 12 Boeing 737 Max vélum. Þá hefur félagið einnig tryggt sér kauprétt á 12 vélum til viðbótar.

Viðskiptablaðið greindi frá því í síðustu viku að Icelandair ætti í viðræður við bæði Boeing og evrópska flugvélaframleiðandann Airbus um kaup á tólf vélum. Frétt Viðskiptablaðsins var síðan staðfest í morgun þegar Icelandair tilkynnti um ákvörðun sína.

Um er að ræða nýjar gerðir flugvéla og er áætlað að fyrstu vélarnar komi í rekstur flugfélaga árið 2017. Icelandair mun taka við fyrstu vélunum af þessum gerðum á fyrri hluta árs 2018, eða eftir rúmlega 5 ár.

Hér á eftir má sjá kynningarmyndband frá Boeing þar sem nýju vélarnar eru sýndar í litum Icelandair.