Verulegur samdráttur hefur verið í útgáfu og sölu leigu- og sölumynda frá síðustu aldamótum. Sala leigumynda (mynddiska og myndbanda) frá útgefendum til myndaleiga heur dregist saman um 98%. Þetta kemur fram í nýlegri úttekt Hagstofunnar.

Þar segir að á síðasta ári voru gefnir út 571 titlar leigu- og sölumynda á vegum stærstu útgefenda mynddiska. Þar af voru sölumyndir 434 talsins og leigumyndir 137. Fjöldi útgefinna sölumynda hefur dregist saman um þriðjung frá því að útgáfan var mest árið 2011. Útgáfa leigumynda hefur dregist saman nær samfellt frá árinu 2004, eða um 84 prósent eins og myndin hér fyrir neðan sýnir.

Sala og útleiga mynda á Íslandi
Sala og útleiga mynda á Íslandi
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Nánar er fjallað um samdrátt á mynddiskamarkaði á vef Hagstofunnar .