Skuldir Puerto Rico nema einhverjum 70 milljörðum Bandaríkjadala eða rúmlega 8.470 milljörðum króna, en ríflega 3,5 milljónir manna búa þar. Það er því býsna skuldsett miðað við höfðatölu. Ríkið hefur fallið á gjalddaga skulda sinna þrisvar í röð núna - og enn ein greiðslan á að verða þann fyrsta júlí.

Forsetaefni Repúblikana, Donald Trump, sagði í viðtali við CNN að hann myndi ekki bjarga Puerto Rico frá gjaldþroti, væri hann forseti Bandaríkjanna. Trump, sem hefur sjálfur neyðst til að slíta fjórum fyrirtækjum á löngum viðskiptaferli sínum, segir að það eina sem stendur Puerto Rico til boða sé niðurskurður og sparneytni.

Puerto Rico hefur hingað til ekki beðið um neina fjárhagslega aðstoð. Eyjan karabíska er flokkuð sem landsvæði undir bandaríska ríkinu en er ekki formlegt fylki. Leiðin sem yfirvöld þar í landi vilja fara er sú að gefa ríkinu lagalegt rými til þess að seinka afborgunum sínum og greiða minna í hvert sinn.