Bílasýningin í Frankfurt hófst í vikunni, en sýningin er ein sú stærsta sinnar tegundar í heimi, hefst í dag og mun standa yfir til 27. september næstkomandi. Hún hefur verið haldin árlega frá árinu 1897 og er þetta því 118. skiptið sem sýningin fer fram.

Harald Krüger, nýr forstjóri þýska bílaframleiðandans BMW, kom í fyrsta sinn fram opinberlega fyrir hönd fyrirtækisins á bílasýningunni. Það heppnaðist þó ekki betur en svo að forstjórinn féll í yfirlið á sviðinu.